embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (1 stigagjafir, meðaltal: 5,00 af 5)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Gras: Saga maríúana

Grass: The History Of Marijuana (1999).

Í hópi ólöglegra vímuefna hefur kannabis mesta útbreiðslu. Neysla maríúana barst fyrst til Suðvesturríkja Bandaríkjanna með mexíkönskum innflytjendum í byrjun tuttugustu aldar.

Maríúana var hægt að kaupa af götusölum, í matvöruverslunum, hjá apótekurum í þrjátíu gramma pakkningum, og með póstkröfu.

Andstaðan gegn neyslu maríúana varð þegar mjög sterk hjá yfirvöldum. Hún einkenndist greinilega af kynþáttafordómum.

„Allir Mexíkanar eru brjálaðir,“ sagði þingmaður á löggjafarþingi Texas-ríkis, „og það er þetta gums sem gerir þá brjálaða.“

Í kjölfar heimskreppunnar voru lög gegn maríúana notuð til að berja á mexíkönskum innflytjendum í herferð sem átti að hrekja erlent vinnuafl aftur til heimahaganna.

Breyttir framleiðsluhættir og efnahagskreppan drógu verulega úr mikilvægi hins aðflutta vinnuafls. Þeir höfðu gert sitt gagn og nú áttu þeir að fara heim til sín.

Bannið á maríúana hefur ekki skilað neinum árangri

Árið 1937 samþykkti Bandaríkjaþing lög sem bönnuðu framleiðslu, vörslu og neyslu maríúana. Refsiákvæði gegn vörslu og sölu maríúana þyngdust ár frá ári.

Árið 2007 voru 872.721 manns handtekin í Bandaríkjunum fyrir brot á lögum um maríúana

Í Louisíana gátu menn átt von á því að fá fimm til 99 ára fangelsi fyrir lítið magn af kannabis. Skilorðsbundnir dómar, frestun á úttekt dóma eða reynslulausn kom ekki til greina. Þeir sem voru uppvísir að endurteknu broti á vörslu maríúana í Missouri voru dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Í Massachusetts var fólk dæmt í fimm ára fangelsi fyrir það eitt að vera í félagsskap með maríúananeytanda eða í herbergi þar sem kannabisefni voru geymd.

Harry J. Anslinger, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, fullvissaði þingmenn að lögin um maríúana myndu von bráðar uppræta neyslu kannabisefna.

Eitthvað hefur þó árangurinn látið á sér standa. Árið 1954 voru sem dæmi 3.918 Bandaríkjamenn teknir fastir fyrir brot á lögum um maríúana, 53 árum síðar, eða 2007, voru 872.721 manns handtekin í Bandaríkjunum fyrir sömu sakir.

Þeir sem voru eingöngu ákærðir fyrir vörslu á maríúana námu 90% af heildarfjöldanum.

Alls hafa frá árinu 1965 meir en tuttugu milljónir manna verið handteknar í Bandaríkjunum fyrir brot á lögum um meðferð kannabisefna.

Kannabisbannið á Íslandi

Hvað þarf að leita í mörgum endaþörmum eða leggöngum til að finna eitt gramm af hassi?

Á Íslandi hefur þróunin verið með sama hætti frá 1974. Sektum og fangelsisdómum vegna brotum á lögum um kannabis fjölgar ár frá ári. Dómar hafa þyngst og harka yfirvalda í garð almennra neytenda aukist.

Á Íslandi er starf fíkniefnalögreglumanna einkum fólgið í því að leita á líkama, í bifreiðum eða húsakynnum fólks á aldrinum 17 til 23 ára.

Á bilinu 65 til 70% fíkniefnabrota á Íslandi frá 1998-2001 eru fyrir neyslu, en hvorki fyrir sölu né innflutning á ólöglegum vímuefnum. Í flestum tilvikum er verið að gera smáræði af hassi upptækt.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2001 fundust 13,2% fíkniefna í endaþarmi og 2,6% í leggöngum þeirra sem gerð var leit á. Ekki er getið hversu margir urðu fyrir þessu, sumir væntanlega af tilefnislausu.

Hvað þarf að leita í mörgum endaþörmum eða leggöngum til að finna eitt gramm af hassi?

Vilt þú búa í svona þjóðfélagi? Er tímabært að leita annarra leiða, en boð, bönn og refsingar, þegar kemur að neyslu tiltekinna vímuefna?


Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

  1. Kannabis viðskiptaveldið
  2. Kannabis til lækninga
  3. Lyf, iðnaðarvara og vímuefni
  4. Endurkoma hamps I
  5. Endurkoma hamps II
  6. Lögregla gegn kannabisbanni

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *