embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (Engin stig hafa verið gefin)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Lyf, iðnaðarvara og vímuefni

,,When We Grow … This Is What We Can Do“ er athyglisverð heimildarmynd sem fjallar um hampbannið og hvernig hægt er að framleiða úr jurtinni lyf, vímuefni og iðnaðarvörur. Hér er m.a. að finna viðtal við prófessor David Nutt, fyrrverandi fíkniefnaráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar.

Er hægt að nota kannabis sem lyf?

Samkvæmt heimildum frá Lyfjaeftirliti ríkisins hefur Nabilone®, efnasmíðað THC, verið ávísað hér á landi í nokkrum tilvikum í samræmi við reglur um notkun óskráðra lyfja. Það hefur einkum verið gefið til að draga úr klígju vegna lyfjameðferðar krabbameinssjúklinga. Aðspurður um notkun kannabis til lækninga hér á landi svaraði reykvískur læknir:

,,Mér er kunnugt um að einstaka sjúklingar hafi verið að fikta við að reykja hass sér til heilsubótar. Sjálfur hefði ég kosið að þeir notuðu viðurkennd lyf til að stemma stigu við hjáverkunum lyfja sem þeir taka, en ef hassreykingar gera meira gagn, eins og þeir virðast telja sér trú um, þá set ég mig ekki á móti þeim. Þeir sem mæla með hassreykingum til lækninga ættu þó að hafa í huga að kannabisreykur hefur meira af krabbameinsvaldandi tjöruefnum en tóbaksreykur. Hassreykingar hljóta því að hafa skaðleg áhrif á lungu þegar til lengri tíma er litið.“

Mígreni og kannabisreykingar

,,Ég kynntist fyrst maríúanareykingum í Amsterdam,“ segir 46 ára hafnfirsk listakona og mígrenisjúklingur. ,,Það breytti lífi mínu stórlega. Í fyrsta sinn í fjórtán ár var ég ekki lengur undir náð og miskunn mígrenikasta sem gerðu líf mitt að kvalræði með reglulegu millibili. Vinkona mín sem var þá við læknanám benti mér á að það væri víða notað til að kæfa mígreniköst í fæðingu.

,,Samkvæmt heimildum frá Lyfjaeftirliti ríkisins hefur Nabilone®, efnasmíðað THC, verið ávísað hér á landi í nokkrum tilvikum í samræmi við reglur um notkun óskráðra lyfja.“

Þegar ég kom heim útvegaði ég mér hass og núna fer ég aldrei út úr húsi án þess að hafa litla pípu og hassmola í handtöskunni minni. Þegar ég finn til svima eða syfju, sem er yfirleitt undanfari mígreni- kastanna, blanda ég lítilræði í pípu og reyki tvo til þrjá smóka. Það dugar yfirleitt til að halda köstunum í skefjum.

Áður fyrr þurfti ég að nota sterk deyfilyf og önnur lyf sem komu ekki nema að takmörkuðu gagni, höfuðverkurinn hvarf en ekki ógleðin og sjóntruflanirnar voru þær sömu. Ég var óvinnufær og ekki mönnum sinnandi undir áhrifum þessara lyfja. Eftirköstin af lyfjunum voru óbærileg; brjóstsviði, harðlífi, útbrot, sljóleiki, eftir því hvaða lyfjum ég var á hverju sinni.

Hassið var eins og himnasending, það losaði mig við öll þessi einkenni. Það versta í því sambandi er hins vegar feluleikurinn og óttinn um að vera staðinn að verki. Ég er ekki dópisti, þegar ég geri mér dagamun, kýs ég frekar kælt rauðvín eða glas af líkjör. Hass fyrir mér hefur aldrei verið annað en nauðsynlegt lyf.“

Krabbameinssjúklingur segir frá

,,Þegar ég kynntist fyrst hassreykingum sem meðal við velgju var ég við það að gefa upp alla von,“ segir 29 ára reykvískur tæknifræðingur sem þjáist af krabbameini.

,,Ég var vart orðinn annað en skinn og bein. Bara tilhugsunin um að nú þyrfti ég að fara að mæta í lyfjagjöf upp á spítala var nóg til þess að ég kúgaðist. Ég hafði enga matarlyst, þoldi ekki einu sinni að finna lykt af mat án þess að kasta upp. Þegar ég kom heim frá spítalanum gætti ég þess vandlega að troða handklæðum milli stafs og hurðar á herberginu mínu til að finna ekki lyktina úr eldhúsinu.

Ég ældi stundum samfellt í sjö til níu tíma. Þangað til ekkert kom upp úr mér annað en gall og blóð. Þegar því lauk tók við flökurleiki sem entist dögum saman. Lyfin sem ég fékk við þessu höfðu enginn áhrif. Ég svaf varla nema tvo til þrjá tíma á sólarhring og var orðinn svo niðurdreginn að ég vildi helst ljúka þessu af og deyja.

,,Ég vona að þessi grein sem þú ert að skrifa opni augu fólks. Veki umræðu. En eins og málum er háttað þá efast ég um að hún verði einu sinni birt.“

Hjúkrunarfræðingur sem sá að ég var að veslast upp vegna lyfjanna trúði mér fyrir því að kannabis kæmi stundum að gagni í svipuðum tilfellum. Eins og komið var fyrir mér var ég tilbúinn að reyna hvað sem er. Breytingarnar sem urðu eftir að ég byrjaði að reykja voru ótrúlegar. Ógleðin hvarf eins og dögg fyrir sólu, ég fór að borða reglulega, enda matarlystin með ólíkindum.

Ég fitnaði um tæp tuttugu kíló á aðeins einum mánuði. Ég svaf eðlilega, fyrsta sinn í mörg ár, og fór að geta farið út á meðal fólks á nýjan leik. Fyrstu mánuðina reykti ég hass, en núna reyki ég eingöngu maríúana sem ég rækta sjálfur. Ég kann betur við grasið vegna þess að áhrifin eru mildari, hassvíman er of krefjandi fyrir minn smekk.“

Íslenskur krabbameinssjúklingur

Ef allt væri með felldu fengi ég maríúana frá lækninum mínum eins og önnur lyf sem ég þarf á að halda. Hann getur gefið mér morfín ef hann telur mig þurfa þess með, hvers vegna ekki maríúana? Fyrir mér er það spurning um líf og dauða. Maríúana gerði mér kleift að endurheimta sjálfsvirðinguna.

Mér finnst ég vera orðinn mennskur á ný. Samt sem áður verð ég að pukrast með það inná klósetti eins og glæpamaður.

Ég vona að þessi grein sem þú ert að skrifa opni augu fólks. Vekji umræðu. En eins og málum er háttað þá efast ég um að hún verði einu sinni birt.“

Veist þú um einhver dæmi þar sem fólk notar kannabis í lækningaskyni?

Skyld myndbönd:

 1. Kannabis til lækninga
 2. Endurkoma hamps I
 3. Endurkoma hamps II
 4. Kannabis viðskiptaveldið
 5. Gras: Saga maríúana
 6. Lögregla gegn kannabisbanni

2 athugasemdir um “Lyf, iðnaðarvara og vímuefni”

 1. Sigurfreyr segir:

  Hér er fésbókarsíða sem er tileinkuð heimildarmyndinni ,,When We Grow … This Is What We Can Do“ http://www.facebook.com/WhenWeGrow

 2. Erna segir:

  Frábær ræma.

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *