Hjálp


Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Efnisyfirlit

Hvaða vafra er best að nota?

Firefox vafrinnDeilt er um hvort betra sé að nota Firefox, Chrome, Opera eða Safari vafrann. Flestir – ef ekki allir sem til þekkja – eru þó sammála um að Internet Explorer (einkum útgáfa 6) er versti kosturinn í boði.

Hvernig veistu hvaða útgáfu af Internet Explorer þú notar? Opnaðu Internet Explorer og farðu í Help -> About Internet Explorer. Ef þú ert að nota Internet Explorer 6, hættu því strax í dag. Hann er beinlínis hættulegur tölvu þinni. Sama gildir reyndar um Internet Explorer 7 eða 8. Þeir eru litlu skárri.

Internet Explorer hefur lengi verið næstum eini vafrinn sem neitar að lúta stöðlum á netinu. Hann er auk þess sá vafri sem oftast er hakkaður, sýktur af vírusum og trójuhestum. Af mörgum öryggissérfræðingum er hann álitinn veikasti eða óöruggasti vafrinn í boði í heiminum í dag.

Sigurfreyr.com mælir eindregið með því að þú notir annað hvort Chrome eða Firefox. Firefox fylgja einnig ýmsar viðbætur sem gagnlegt er að nota.

Hvernig set ég smámynd með athugasemdum?Fara efst

Dæmi um gravatarTil að smámynd (avatar) komi hjá athugasemdum þínum þarftu að skrá þig á Gravatar.com.

Þar fylgir þú einföldum leiðbeiningum, setur inn mynd og þá birtist hún á Sigurfreyr.com (Greinsafni Sigurfreys og Netvarpi Sigurfreys) og reyndar fleiri vefum líka.

Myndin er tengd við netfangið þitt þannig að ef þú skráðir þig á Gravatar.com með t.d. steingrimur@althingi.is er nauðsynlegt að skrá sama netfang þegar þú færir inn athugasemd á Sigurfreyr.com.

Þú skalt endilega notfæra þér þessa ókeypis þjónustu.

Hvernig tengist ég með RSS, tölvupósti, Twitter eða Facebook?Fara efst

RSS-veita

RSS-veitur gera notendum kleift að fylgjast með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali. Nýjum greinum og öðru vefefni er safnað saman á einn stað og sparar notandanum heimsókn á hverja vefsíðu.

Til að skoða efni sem RSS-veita safnar saman þarftu svonefndan RSS-lesara. Google Reader er gott dæmi um slíkan RSS-lesara. Við mælum með að þú notir hann til að gerast áskrifandi að því efni sem þú óskar eftir.

Til að gerast áskrifandi að myndböndum á Netvarpi Sigurfreys þarftu aðeins að smella á appelsínugula RSS-veitu hnappinn hér til hægri.

Þá er einnig hægt að panta áskrift að nýju efni með tölvupósti. Þú skráir einfaldlega netfangið þitt í reitinn sem er að finna hér til hliðar. Þá tekur áskriftarþjónustan Feedburner við og þú fylgir þeim leiðbeiningum sem þar koma fram.

Samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Facebook njóta vaxandi vinsælda. Þeir eru hentug leið til að eiga samskipti við fólk út um allan heim og nálgast upplýsingar og miðla þeim til annarra.

Til að fylgjast með nýju efni á Sigurfreyr.com þarftu aðeins að opna þína eigin Twitter eða Facebook síðu og smella á Twitter og Facebook hnappana hér til hliðar.

TwitterÞannig kynnist þú einnig fólki með svipuð áhugamál og getur haft áhrif á umræðuna.

Styrkur samfélagsmiðla, eins og Twitters og Facebook, felst í því að fólk setur í sífellt meira mæli eigin efni á vefinn. Netverjar hafa breyst úr því að vera fyrst og fremst þiggjendur í að vera gerendur.

Sumir álíta að það boði ekki aðeins byltingu í samskiptum fólks heldur einnig í efnahags- og stjórnmálakerfum þjóða þegar fram líða stundir.

DeliciousDelicious.com býður upp á þá þjónustu að bókamerkja vefsíður og vista þær á vefnum. Þetta þýðir að þú getur sótt vefsíður sem þú hefur bókamerkt, ekki aðeins með eigin vafra og tölvu, heldur úr hvaða tölvu sem er, svo lengi sem hún er tengd netinu.

Fyrir hvað standa allir þessir hnappar í kringum myndbandið?Fara efst

Facebook

Því er fljótsvarað. Þegar smellt er á Greypa kemur fram kóði sem þú getur notað til að sýna myndskeiðið á þinni eigin vefsíðu. Með því að smella á Miðla getur þú sent myndskeiðið á tólf mismunandi samfélagsmiðla. Facebook og Twitter eru með þeim vinsælustu í dag.

Hnappurinn Slóð kallar fram slóð myndskeiðsins eins og hún birtist í vafranum. Slóðina getur þú miðlað til annarra með tölvupósti. Ummæli færir notandann að athugasemdakerfinu.

Með því að smella á Stig gefst þér kostur á að gefa myndbandinu stig, frá 1–5. Þar sést meðaltal allra stigagjafa. Hnappurinn Efni kallar fram einstök efnisorð myndbandsins.

Þegar smellt er á hnappinn Skylt birtist listi yfir önnur myndskeið í netvarpinu sem fjalla um sama eða svipað efni. Þeir sem vilja skyggja tölvuskjáinn til að njóta sýningarinnar betur geta smellt á Ljós.

Einnig skal tekið fram að hægt er að hækka eða lækka hljóðið og stækka myndflötinn í fulla skjástærð með því að smella á íkon á stikunni fyrir neðan myndskeiðið.

Hvernig miðla ég efni af Netvarpi Sigurfreys til annarra?Fara efst

Líkar þettaMeð því að smella á Miðla getur þú sent myndskeiðið á tólf mismunandi samfélagsmiðla. Þá eru einnig hnappar níu vinsælustu samfélagsmiðlanna fyrir neðan hverja færslu með myndböndunum.

Ef þér líkar við myndband sem þú hefur skoðað getur þú smellt á Líkar þetta hnappinn. Þá birtist mynd af þér fyrir neðan hnappinn og tengill verður til í myndbandið á fésbókarsíðu þinni. Þetta gildir að sjálfsögðu eingöngu um þá sem eru með eigin síðu á Facebook.

Fyrir ofan og neðan hverja grein sem fylgir með myndböndunum er tengill sem þú getur smellt á til að fá prentvæna útgáfu af textanum. Þannig getu þú sparað blek í prentaranum, gefið öðrum afrit af greininni eða lesið síðar meir.

Þú getur einnig sent greinar til annarra með tölvupósti.

Endilega að senda efni af Netvarpi Sigurfreys til sem flestra. Ekki bara til vina og vandamanna eða þeirra sem eru sammála þér. Einnig til þeirra sem eru á öndverðum meiði.

Upplýsingar og umræður eru alltaf af hinu góða.

Þitt framlag skiptir máli!

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst