embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (1 stigagjafir, meðaltal: 5,00 af 5)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Kannabis til lækninga

Medical Cannabis and Its Impact on Human Health, nýleg heimildarmynd um notkun kannabis til lækninga

Árið 1997 hlaut Rick Simpson alvarleg höfuðmeiðsli. Hann prófaði ýmiss viðurkennd lyf lækna og lyfjafyrirtækja án þess að fá bót meina sinna. Loks greip hann til þess ráðs að prófa hassolíu með góðum árangri.

Í framhaldi af því kynnti hann hassolíuna fyrir ýmsum sjúklingum og komst að því að hún læknaði ýmsa kvilla, meira segja krabbamein í sumum tilvikum. Þegar tilraunir hans spurðust út var hann handtekinn, hassolían gerð upptæk og hann kærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.

Þessi reynsla Simpsons er ekki einsdæmi. Fólk víða um heim hefur notað kannabis í lækningaskyni. Í þessari heimildarmynd er fjallað um nýjustu rannsóknir á lækningamætti HTC og annarra kannabínóíða sem finna má í hamplplöntunni.

———

Vitað er að kannabis (hvort sem það er reykt eða tekið í töfluformi) dugar vel til að draga úr uppköstum og klígju. Það eykur matarlyst og stuðlar að þyngdaraukningu alnæmissjúklinga. Þá minnkar það þrýsting í augum glákusjúklinga.

Einnig er viðurkennt að kannabis deyfir óstjórnlegar vöðvahreyfingar hjá sjúklingum með mænuskaða. Það stillir einnig skjálfta þeirra sem þjást af MS sjúkdómnum (heila- og mænusigg).

,,Könnun á viðhorfum 1.035 ónæmisfræðinga leiddi í ljós að 44% þeirra höfðu ráðlagt sjúklingum sínum að reykja maríúana til að spyrna við aukaverkunum lyfja sem þeir notuðu.“

Kannabis hefur verið notað sem meðferðarúrræði við ýmsa aðra sjúkdóma. Vitnisburður bæði sjúklinga og lækna bendir til að maríúanareykingar sefi mígreni og flogaveikisköst, geti læknað svefnleysi, bætt þunglyndi og linað þrálátan sársauka.

Tilbúið delta-9 THC í töfluformi er fáanlegt gegn ávísun læknis í ýmsum löndum en ekki eru allir sjúklingar sáttir við notkun þess. Meiri hluti þeirra kýs að reykja maríúana. Ástæðan er meðal annars sú að þá geta þeir hagrætt inntöku lyfsins í samræmi við líðan sína hverju sinni.

Maríúana er einnig mun fljótvirkara þegar það er reykt því áhrifin koma þá fram á fyrstu mínútum í stað þess að menn þurfi annars að bíða þeirra í klukkustund eða lengur.

Algengt er að THC-töflurnar valdi mun meiri vímu en sjúklingar kæra sig um, enda geta þeir ekki lengur stjórnað því hversu mikið magn af THC berst með blóðinu til heilans.

Hjáverkanir við lækningalega notkun þeirra eru því meiri en þegar gott maríúana á í hlut. Annar augljós annmarki á hasstöflunum er að sjúklingar sem þjást af uppköstum eiga erfitt með að halda þeim niðri.

Bandarísk könnun á viðhorfum 1.035 ónæmisfræðinga leiddi í ljós að 44% þeirra höfðu ráðlagt sjúklingum sínum að reykja maríúana til að spyrna við aukaverkunum lyfja sem þeir notuðu.

Sami fjöldi taldi maríúana betra lyf við ógleði og uppköstum en samtengt THC í töfluformi.

Önnur rannsókn leiddi í ljós að þriðjungur ónæmisfræðinga mundi mæla með því ef það væri löglegt.

Þrátt fyrir að kannabis sé ólöglegt notar fjöldi fólks það sem lyf og á þar með yfir höfði sér bæði handtöku og fangelsun. Það hefur því miður færst í vöxt á liðnum árum að sjúklingar hafi sætt refsingum vegna brota á lögum um bann gegn kannabisefnum.

Ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig á Íslandi.

Hvert er þitt álit? Hefur þú reynslu af notkun kannabis til lækninga?

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

  1. Kannabis viðskiptaveldið
  2. Lyf, iðnaðarvara og vímuefni
  3. Gras: Saga maríúana
  4. Endurkoma hamps II
  5. Endurkoma hamps I
  6. Lögregla gegn kannabisbanni

Ein athugasemd um “Kannabis til lækninga”

  1. Tryggvi Thor segir:

    Sálfræðingurinn minn segir að ég skuli ekki hætta að nota kannabis. Ég þjáist af kvíðaköstum og þunglyndi og hefur kannabis reynst mér sem Guðs gjöf. Ég næ að slaka á og gleyma því sem gefur mér kvíða venjulega. Ó , það er svo gott að vera ekki alltaf með niðurgang af stressi.

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *