embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (Engin stig hafa verið gefin)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Kannabis viðskiptaveldið

The Union: The Business Behind Getting High. (Bíða þarf í sirka 10-15 sekúndur áður en myndskeiðið hefst).

Fyrir nokkru lagði Jónas Kristjánsson til að íslenska ríkið þjóðnýtti ágóðann sem fæst með sölu ólöglegra vímuefna á Íslandi.

,,Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi,“ segir hann, ,,nemur um tíu milljörðum króna á götunni á ári“. Um er að ræða svartan markað, sem skilar engum sköttum og borgar engin opinber gjöld til samfélagsins.

Stærsti hluti þessarar upphæðar kemur til vegna viðskipta með kannabis (hass og maríúana), enda vinsælasta ólöglega vímuefnið á Íslandi.

Að mati Jónasar er betra að ríkið taki yfir ólöglega markaðinn eins og löglega áfengið. Selji kannabis í vínbúðum. Tryggi um leið gæði efnanna og sjái um áritunarskyldu harðari fíkniefna, eins amfetamíns og kókaíns.

Það eykur fíkniefnavandann tæpast nokkuð að hans mati, en afnemur vanda, sem tengist glæpaklíkum. Þær þurrkast út á einu bretti, ef fíkniefnasalan verður þjóðnýtt.

,,Ríkið nær markaðinum með því að bjóða efnin á 70% af götusöluverði,“ segir Jónas. ,,Þýða sjö milljarðar í kassann á ári.“

Heimildarmyndin The Union: The Business Behind Getting High frá 2007 skoðar kannabisiðnaðinn í Kanada.

Í Bresku Kólumbíu er ræktun og sala maríúana arðbærasta iðngrein fylkisins. Skilar jafnvel meiri hagnaði en ferðaþjónusta, timburframleiðsla og fiskveiðar.

Er orðið tímabært að lögleiða kannabis? Hafa eftirlit með framleiðslu þess og sölu? Eða er þessu tíu milljarða viðskiptaveldi best borgið neðanjarðar?

Hvert er þitt álit?

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

 1. Kannabis til lækninga
 2. Gras: Saga maríúana
 3. Endurkoma hamps II
 4. Endurkoma hamps I
 5. Lyf, iðnaðarvara og vímuefni
 6. Lögregla gegn kannabisbanni

2 athugasemdir um “Kannabis viðskiptaveldið”

 1. Sigurfreyr segir:

  Hér er vefsíða heimildarmyndarinnar:

  http://www.theunionmovie.com/TheUnionWeb.html

 2. ÚLFUR REYNISSON segir:

  Heyr,heyr, hvernig væri ad fá smá pening inn í íslenska ríkid. Gröfum tessa tíu Milljarða upp. Gerum tessa peninga löglega og njótum góðs af þeim. Lögleiðum og skattleggjum.

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *