embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (Engin stig hafa verið gefin)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Löggæsla gegn fíkniefnabanni

Hér má sjá stutta kynningu á samtökunum Law Enforcement Against Prohibition (LEAP).

LEAP er bandarískur félagsskapur fyrrverandi og núverandi lögreglumanna, saksóknara, dómara og lögfræðinga sem vilja afnema bann gegn fíkniefnum.

Undanfarin ár hefur umræða á Vesturlöndum um ávana- og fíkniefni tekið töluverðum breytingum. Vaxandi efasemda hefur gætt um hvort að núverandi stefna í vímuefnamálum skili þeim árangri sem stefnt er að í baráttunni gegn notkun og útbreiðslu ólöglegra fíkniefna.

Hér á landi hefur áhrifa þessarar endurskoðunar einnig gætt. Vefþjóðviljinn er einn þeirra netmiðla sem hefur margoft bent á tilgangsleysi, úrræðaleysi og dáðaleysið sem felst í fíkniefnabanninu og sett spurningamerki við það í heild sinni.

Rök Vefþjóðviljans gegn fíkniefnabanninu eru þau sömu og LEAP nota í málflutningi sínum.

Hér verða nokkur þeirra rifjuð upp:

» Ef tilgangur bannsins er að koma í veg fyrir framleiðslu, dreifingu, sölu og neyslu fíkniefna, má ljóst vera að það hefur ekki náð tilgangi sínum, þrátt fyrir að bannið sé margra áratuga gamalt og þeir sem bera ábyrgð á framfylgni þess hafa haft allan þennan tíma til að læra af fyrri mistökum.

Þyngri refsingar hafa nær engin áhrif til hins betra

» Það er skoðun margra að lögleyfing fíkniefna myndi verða til þess að neysla þeirra myndi margfaldast. Reyndar er sú skoðun sjaldnast studd rökum, enda lítið hægt að fullyrða til eða frá með það. Alltént margfaldaðist sala áfengis ekki eftir að áfengisbanninu var aflétt á fyrri hluta síðari aldar.

Og hvers vegna ætti venjulegt fólk skyndilega að fara að hrúga í sig fíkniefnum þótt lögleyfð væru, þegar það hefur aldrei haft löngun til þess áður? Hvaða orsakasamband er þarna raunverulega á milli?

» Þyngri refsingar hafa nær engin áhrif til hins betra. Á nokkrum stöðum liggur dauðarefsing við smygli á fíkniefnum. Það hefur ekki tilætluð áhrif. Og þar eð frekar erfitt er að finna upp á þyngri refsingu en þeirri að vera tekinn af lífi, er ljóst að þau úrræði eru fráleit.

Bannið gerir verslun með fíkniefni eftirsóknarverða, vegna þess hversu ábatasöm hún er. Þá er hún skattfrjáls.

» Sumir vilja að yfirvöld fái töluverðar heimildir til að rannsaka fíkniefnamál og taka þannig, að minnsta kosti tímabundið, úr sambandi ýmis stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga.

Bersýnilega þarf að ganga nokkuð langt í þeim efnum, þar sem í gömlu kommúnistaríkjunum var nægt framboð fíkniefna, þrátt fyrir nær ótakmarkaðar heimildir lögreglunnar – og fyrst þeim mistókst að halda fíkniefnasölu í skefjum, hversu langt eiga þá Vesturlönd að ganga?

» Kostnaðurinn sem hinn almenni borgari ber er geysilegur, bæði í formi framlaga til yfirvalda, hverra tími í baráttunni gegn fíkniefnum er ein sú hroðalegasta sóun á peningum sem um getur, og einnig í formi meiri glæpatíðni, meiri þjófnaða og hærri iðgjalda trygginga svo fátt eitt sé nefnt.

Aðallega er þetta þó vegna þess að skattgreiðendur fá ekki það sem þeir hafa borgað yfirvöldum fyrir – raunverulegt fíkniefnabann. Í hefðbundnum viðskiptum myndi þetta kallast vörusvik.

» Aðgangur að sprautunálum hefur víða verið takmarkaður sökum þess að sumir fíklar nota þær til að neyta fíkniefna sinna. Þetta eitt hefur valdið miklum fjölda eyðnismita meðal fíkla, fullkomlega að óþörfu, þar eð sprautur eru í eðli sínu einnota, en fíklar láta sprautuna stundum ganga á milli – og HIV veiruna sömuleiðis.

Bannið og stjórnmálamenn eru bestu vinir fíkniefnasalans

» Bannið gerir verslun með fíkniefni eftirsóknarverða, vegna þess hversu ábatasöm hún er, einna helst meðal fólks sem ber ef til vill ekkert allt of mikla virðingu fyrir lögunum hvort eð er.

Þá er þetta líka allt saman skattfrjálst, því eðlilega eru þetta ekki viðskipti sem skattayfirvöld viðurkenna. Hlutfall hagnaðar af söluverði er gríðarlegt.

» Það eru ekki rök gegn lögleyfingu að fíkniefni séu hættuleg heilsu manna. Áfengi er enn þá sama eitrið og það var á bannárunum, þó raunar hafi það sennilega verið hættulegra þá, því ekki þurfti að standa skil á neinum gæðastöðlum meðan búsið var ólöglegt.

Fíkniefnin munu halda áfram að vera hættuleg heilsunni, óháð þeim lagaramma sem þeim er sniðinn. Enda standa neytendur þeirra alveg örugglega ekki í þeim misskilningi að þeir séu að borða fjölvítamín.

» Hagnaðurinn af þessum viðskiptum spillir réttarkerfi landa sömuleiðis. Hann hefur víða verið notaður til að múta lögreglumönnum, lögfræðingum og dómurum. Sums staðar hefur hann komið til leiðar hálfgerðu borgarastríði og er Kólumbía sennilega versta dæmið.

Fíkniefnasalar þurfa þó lítið að óttast. Velflestir stjórnmálamenn ganga erinda þeirra með því að lofa því að hvika hvergi frá baráttunni gegn fíkniefnum.

» Þar eð fíkniefnakaupmenn geta ekki leyst ágreiningsmál sín fyrir dómi, eru þau leyst með vopnavaldi líkt og gerðist með áfengiskaupmenn á bannárunum. Áfengiskaupmenn eru orðnir töluvert friðsamari eftir að áfengi var lögleyft og fá dæmi um ofbeldisverk af þeirra hálfu.

Markaðsfræðingar þeirra líta nú helst til þess hvað fellur hugsanlegum viðskiptavinum í geð. Hins vegar falla saklausir borgarar víða um heim vegna áframhaldandi og endalausrar vopnaðarar baráttu um markaðssvæði meðal fíkniefnasala.

» Fíkniefnaneytendur, sem er af öllum gerðum og stærðum, eru vitaskuld algerlega réttlausir sömuleiðis. Þeir geta ekki kært gallaða vöru né fengið neinar vörulýsingar um viðbættan þrúgusykur í þeirri vöru sem þeir kunna að vera neyta hverju sinni.

» Fíkniefnasalar eru ekkert að biðja um að þau efni sem þeir versla með verði gerð að löglegri vöru. Það væri í raun afleitt fyrir þá. Þeir yrðu að greiða skatt, fara eftir reglugerðum, skrifa innihaldslýsingar, standa í samkeppni sín á milli án vopnaskaks og hótana um ofbeldi. Sá mikli hagnaður sem er af þessum viðskiptum myndi minnka í brotabrot af því sem þeir eru vanir.

Fíkniefnasalar þurfa þó lítið að óttast. Velflestir stjórnmálamenn á Vesturlöndum ganga erinda þeirra – bæði óafvitandi og óviljandi – með því að lofa því að hvika hvergi frá baráttunni gegn fíkniefnum; herða frekar á en hitt. Þessi stefna tryggir fíkniefnasölunum áframhaldandi ofsahagnað.

Sjá eina af mörgum greinum Vefþjóðviljans um fíkniefnabannið hér.

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

  1. Stríðið gegn fíkniefnum I
  2. Stríðið gegn fíkniefnum II
  3. Stríðið gegn fíkniefnum III
  4. Stríðið gegn fíkniefnum IV
  5. Stríðið gegn fíkniefnum V
  6. Stríðið gegn fíkniefnum VI
  7. Ameríska fíkniefnastríðið

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *