embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (Engin stig hafa verið gefin)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Lögregla gegn kannabisbanni

Law Enforcement Against Prohibition (LEAP) er bandarískur félagsskapur fyrrverandi og núverandi lögreglumanna, saksóknara, dómara og lögmanna sem vilja afnema bann gegn fíkniefnum og selja þau á sama hátt og áfengi.

LEAP berst gegn þeirri spillingu og ofbeldi sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fíkniefnabannsins. Þau segja að eina leiðin til að sigra í stríðinu við fíkniefnin sé að lögleiða þau og eyða þar með gróðanum og ofbeldinu sem fylgir banninu.

LEAP mælir ekki með neyslu fíkniefna. Samtökin benda aðeins á að þrátt fyrir að fíkniefni geti verið skaðleg, þá veldur bannið enn meiri skaða.

Í því sambandi benda þau á að í skjóli fíkniefnabannsins hefur sprottið upp mikil skipulögð glæpastarfsemi.

Þá hefur mikill spilling þrifist innan löggæslunnar vegna skjótfengins gróða sem hægt er að hafa af sölu ólöglegra fíkniefna.

LEAP benda á að fíkniefnabann samtímans líkist að mörgu leyti áfengisbanninu á sínum tíma. Áfengisneysla margfaldaðist ekki við aflagningu áfengisbannsins. Glæpum snarfækkaði hins vegar og lögreglan fékk önnur og mikilvægari verkefni að kljást við.

Tíma lögreglunnar er betur varið í að upplýsa alvarleg brot eins og morð og nauðganir, fremur en að eltast við friðsama fíkniefnaneytendur, sem í flestum tilvikum skaða engan, ekki einu sinni sjálfa sig.

Talsmenn LEAP segja að stríðið gegn áfenginu hafi verið jafntilgangs- og árangurslaust og núverandi stríð gegn fíkniefnum.

Hér má sjá viðtal við Jack A. Cole,einn af stofnendum LEAP, sem starfaði sem lögreglumaður í 26 ár, þar af 14 ár fyrir fíkniefnadeild New Jersey ríkis.

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

 1. Lyf, iðnaðarvara og vímuefni
 2. Gras: Saga maríúana
 3. Kannabis til lækninga
 4. Kannabis viðskiptaveldið
 5. Endurkoma hamps I
 6. Endurkoma hamps II

Ein athugasemd um “Lögregla gegn kannabisbanni”

 1. Sigurfreyr segir:

  Hér er hægt að nálgast bæði hljóðskrár og önnur myndskeið um LEAP.

  http://www.leap.cc/cms/index.php?name=AV

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *