embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (Engin stig hafa verið gefin)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

LSD: Handan hið innra

Árin 1950–1965 var 40.000 sjúklingum gefið LSD-25. Haldnar voru sex alþjóðlegar ráðstefnur um notkun LSD til lækninga. Tugir bóka voru gefnar út um fyrirbærið og rúmlega þúsund greinar um LSD-meðferð birtust í fagtímaritum vísindamanna.

Tilraunir með LSD til lækninga fóru fram í Bretlandi, Búlgaríu, Danmerkur, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Japan, Portúgal, Póllandi, Rússlandi, Slóvakíu, Svíþjóð og Þýskalandi.

LSD var gefið til að ráða bót á áfengissýki, heróínfíkn, geðklofa, einhverfu barna, áráttu- og þráhyggjuröskun, Tourette heilkenni, kvíðaröskun og lystarstoli.

LSD var einnig álitið koma að góðu gagni í meðferð á kynferðislegri brenglun af ýmsu tagi, þar á meðal getuleysi sem á sér sálrænar orsakir, kynkulda, sjálfskvalarfýsn og strípihneigð. Dæmi voru um að geðlæknar gæfu dauðvona krabbameinssjúklingum LSD til að hjálpa þeim að sætta sig við örlög sín.

Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) kallaði saman alþjóðlegan hóp sérfræðinga til að yfirfara gögn vísindarannsókna á LSD og meskalíni.

Sérfræðingarnir voru jákvæðir í garð tilraunanna og álitu niðurstöðurnar lofa góðu um framhaldið.

Hér má sjá seinni hluta heimildarþáttar bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC um LSD: The Beyond Within – The Fall of L.S.D..

Skyld myndbönd:

  1. LSD: Lyf framtíðarinnar?
  2. Töfralyf Hofmanns: LSD-25
  3. Dr. Timothy Leary og LSD-25

Ein athugasemd um “LSD: Handan hið innra”

  1. Sigurfreyr segir:

    Því miður hefur fyrrir hluti þessarar heimildarmyndar verið fjarlægður af Google Videos.

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *