embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (3 stigagjafir, meðaltal: 4,33 af 5)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Dr. Timothy Leary og LSD-25

Tilraunir dr. Timothy Leary og dr. Richard Alpert við Harvard-háskóla árin 1960–1963 með psílósýbín, vímuefni sveppsins psilocybe mexicana, vöktu gífurlega athygli.

Þegar þeir voru sviptir prófessorsstöðum sínum við háskólann vegna þess hversu umdeildar þær voru fluttu fjölmiðlar fréttir af brottrekstrinum út um allan heim. Fyrir vikið heyrðu margir í fyrsta sinn talað um psílósýbín og LSD sem félagarnir hófu nú af miklum móð að lofsyngja.

Áhuga Learys á skynbreytandi efnum má rekja til heimsóknar hans til Mexíkó sumarið 1960. Þá innbyrti hann sjö þurrkaða psílósýbín-sveppi sem austur-þýskur mannfræðingur við Mexíkó-háskóla gaf honum.

Sveppavíman olli grundvallarbreytingum á sjálfsmynd hans og lífsskoðun. „Þetta var umfram allt og án efa dýpsta trúarreynsla lífs míns,“ fullyrti hann. „Ég lærði meira á sex klukkutímum en ég gerði öll fimmtán árin þar á undan.“

Dr. Timothy Leary var einn helsti talsmaður notkunar hugvíkkunarlyfja á borð við LSD og meskalín. Hann gerði uppreisn gegn stefnumótun stjórnvalda í fíkniefnamálum og uppskar fyrir vikið ýmist skömm eða aðdáun samborgara sína.

Hér má sjá heimildarmynd BBC um dr. Leary: Timothy Leary – The Man who Turned on America.

Prentvæn útgáfa Prentvæn útgáfa Senda með tölvupóst Senda með tölvupóst

Skyld myndbönd:

 1. LSD: Lyf framtíðarinnar?
 2. Töfralyf Hofmanns: LSD-25
 3. LSD: Handan hið innra

3 athugasemdir um “Dr. Timothy Leary og LSD-25”

 1. ásgeir valur sigurðsson segir:

  hvar er allar gömlu greinarnar sem voru á sigurfreyr.com , t.d. greinarnar um stjórnmál og allt það?

 2. ásgeir valur sigurðsson segir:

  stórskemmtileg mynd um Timothy Leary. Endilega hafðu gömlu síðuna líka!!

 3. Sigurfreyr segir:

  Er að uppfæra Sigurfreyr.com, en gömlu síðuna má ennþá finna hér:
  http://www.gamli.sigurfreyr.com

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *