embed embed share link link comment comment
Greypa þetta myndskeið close
Miðla þessu myndskeiði close
bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark bookmark
embed prófa
Gefa myndskeiðinu einkunn embed
1 stjarna2 stjörnur3 stjörnur4 stjörnur5 stjörnur (1 stigagjafir, meðaltal: 5,00 af 5)
Loading ... Loading ...
rate rate tags tags related related lights lights

Töfralyf Hofmanns: LSD-25

Hofmann’s Potion, (2002).

Þessi kanadíska heimildarmynd rekur sögu LSD-25. Árið 1943 uppgötvaði svissneskur efnafræðingur, dr. Albert Hoffmann, skynörvunarlyfið LSD-25. Hann bjó efnið fyrst til 1938 en varð ekki var við áhrif þess fyrr en 16. apríl 1943 þegar hann fór í sína fyrstu ,,ferð“.

Sálfræðingar um allan heim urðu himinlifandi er þeir fréttu af þessu lyfi og töldu að hægt væri að nota það til að líkja eftir geðklofaeinkennum.

Tilraunir með LSD-25 voru miklar, einkum í fangelsum og geðsjúkrahúsum, og árið 1965 var búið að gefa út tvö þúsund lýsingar á þess háttar tilraunum. Áætlað hefur verið að meira en þrjátíu þúsund sjúklingum hafi verið gefið lyfið á þessu tímabili og auk þess nokkur þúsund sjálfboðaliðum.

Í kringum 1954 kom Eli Lilly og co. fram með auðveldari og ódýrari aðferð við LSD-framleiðslu. Þetta varð til þess að framleiðsla og neysla jókst mjög og ýkjufréttir urðu æ algengari.

Æsifréttir dagblaða og tímarita urðu til þess að auka áhuga almennings á efninu og neysla þess óx enn frekar.

Þær sögur, sem ,,gula pressan“ birti, komu því til leiðar að LSD var bannað í Bandaríkjunum árið 1966. Bannið hafði hins vegar þveröfug áhrif því þá hófst svartamarkaðsbrask með LSD og er talið að neysla þess hafi aukist um 70 prósent á örfáum mánuðum.

Árið 1973 höfðu fimm prósent allra Bandaríkjamanna neytt LSD eða svipaðs skynörvunarlyfs, að minnsta kosti einu sinni.

Þegar LSD-25 var bannað stöðvuðust allar læknisfræðilegar tilraunir með efnið. Sorgleg staða mála því vísindamenn höfðu þá notað það með góðum árangri m.a. við meðhöndlun áfengissýki, þráláts kvíða, áfallaröskunar, þunglyndis og til að lækna kynferðislega brenglun á háu stigi.

Á síðast liðnum áratug hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í nokkrum öðrum löndum leyft rannsóknir að nýju á beitingu LSD til lækninga. Þær rannsóknir hafa gefið góða raun.

Ýmsir álíta að þessar tilraunir verði til þess að LSD-25 eigi eftir að skipa á ný verðugan sess sem læknalyf.

Skyld myndbönd:

  1. LSD: Lyf framtíðarinnar?
  2. LSD: Handan hið innra
  3. Dr. Timothy Leary og LSD-25

Mitt álit

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *